Nýtt! Á allra vörum styður Kvennaathvarfið

25.2.2025

BYGGJUM NÝTT KVENNAATHVARF

Hvatningarátak til þjóðarinnar gegn heimilisofbeldi á Íslandi!

Á allra vörum tilkynnti í dag að nú væri kominn tími á næsta þjóðarátak, sem felst í hvatningu til þjóðarinnar um að BYGGJA NÝTT KVENNAATHVARF.

„Það má segja að heimilisofbeldi sé næstum orðið faraldur í samfélaginu, þar sem varla má opna fjölmiðla án þess að heyra um gróft ofbeldi sem bitnar á konum og börnum, oftast”.


„Hugmyndin er sú að hrinda úr vör Á allra vörum átakinu ffimmtudaginn 20.mars, sem lýkur með stórum söfnunarþætti á RÚV laugardaginn 5. Apríl.“


„Átakið verður lokahnykkurinn í því að byggja NÝTT KVENNAATHVARF, sem verði sérsniðið að þeim þörfum sem blasa við í dag, þar sem starfsemin hefur breyst mikið undanfarin ár.“


„Þetta er í tíunda sinn sem við veljum málefni og vekjum athygli fjölmiðla á því. Árið 2025 verður Kvennaathvarfið Á allra vörum, og við vitum að stuðningur þjóðarinnar er ómissandi.“


„Við erum spenntar fyrir þessu verkefni og vonumst til að þjóðin taki þátt, og að þeir sem hafa möguleika á því leggi sitt af mörkum. Þörfin hefur sjaldan verið jafn brýn, og því mikilvægt að ná góðum slagkrafti svo við getum komið í veg fyrir þessa þróun og tryggt að þetta verði ekki áfram skömm samfélagsins.“

 

Nánari upplýsingar hjá:

Elísabet: 8407145, Gróa: 8965064 & Guðný: 8985870

Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins 6628075

Um Á allra vörum
Frá árinu 2008 hefur Á allra vörum valið nokkur verðug verkefni og safnað fyrir þeim. Átök hafa verið í þágu Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, Ljóssins, Krabbameinsfélags Íslands, Leiðarljóss, geðgjörgæsludeildar Landspítalans, Neistans, Erindis samskiptamiðstöðvar gegn einelti, Kvennaathvarfsins (litlar íbúðir) og Eitt líf. Um milljarður hefur safnast í þessum átökum, bæði með beinum fjárframlögum og gjöfum ýmiskonar. Þetta verður tíunda söfnunin sem Á allra vörum tekur að sér og óskar eftir stuðningi þjóðarinnar. Fylgjast má með átakinu og undirbúningi þess á: www.facebook.com/aallravorum.is